Friday, November 2, 2007

Grikkland og Trójustríðið

Önnur bók sem var og er svona "all time favorite" heitir Fall og eyðing Tróju, úr bókaröðinni Í leit að horfnum heimi. Ég vann þessa bók í afmæli hjá vinkonum minni þegar ég var held ég 9 ára frekar en 10 og ég féll fyrir henni um leið. Ég man ennþá eftir kvöldunum sem við mamma lágum saman upp í rúmi og hún las hana fyrir mig. Í bókinni er rakin leitin af Tróju og fundurinn og farið yfir helstu fornmynjar sem fundust á þeirri leit. Daglegu lífi í Grikklandi til forna er líst og mikið af myndum er í bókinni, sýndar myndir af dýrgripunum sem fundust t.d. gullgrímu Agamemnons og fleirum.
Farið er yfir ævi Agamemnons frá barnæsku þar til hann varð konungur og síðan er stríðnu við Tróju gert skil. Heimför Ódyseifs er sér kafli í bókinni og lengi vel var það draumur minn að læra forngrísku og lesa Ódyseifskviðu á frummálinu :) Hver veit nema maður láti verða að því einhvern daginn. Hmm
Þið getið rétt svo ímyndað ykkur hvað ég varð kát þegar ég heyrði af myndinni Troy. Og þó svo að hún hafi nú alls ekki verið sögulega rétt þá var það ágætis mynd, allavega nóg af myndarlegum karlmönnum :)

Ég heillaðist svo af þessari bók að síðan þá hefur Grikkland og allt því tengt verið draumalandið mitt og mín "pílagrímsför" verður sko farin til Aþenu þar sem ég ætla að standa á Akrapólíshæð við Meyjarhofið og hugsa um söguna. Fara svo til Knossos og Mýkenu og á fleiri staði. Get varla beðið.

Sólon hefur aðeins gluggað í þessa bók. Hann hafði bara nokkuð gaman af henni en hann heillaðist nú ekki alveg jafn mikið af henni og ég. Ég held að hann hafi verið of niðursokkinn í Harry Potter til að gefa sér tíma í hana :) En miðað við það að pabbi hans var líka mjög hrifinn af henni þá geri ég alveg ráð fyrir að hann muni leggjast í hana. Svona með tíð og tíma.

2 comments:

Unknown said...

Velkomin í bloggheima vænan ;)

Anonymous said...

ég ætla sko með þér til Grikklands þegar þú ferð þangað!! það er spurning hvort að Grikkland vinni eurovision e-ntíman aftur svo að við getur slegið 2 flugur í einu höggi, eins og var búið að ákveða síðast!!

ef þú bíður mér ekki með þá skaltu ekkert vera að búast við jólagjöfum frá mér!!