Tuesday, November 13, 2007

Bestu bækurnar

Ég elskaði Enid Blyton þegar ég var lítil og ég gjörsamlega las allt sem hún skrifaði. Fyrstu bækurnar voru Dularfullu bækurnar, svo þroskaðist maður smá og las Fimm bækurnar og svo þegar ég var hálfnuð í að verða táningur þá voru það Ævintýrabækurnar. Ég var ekki eins hrifin af Leynifélaginu en las þær nú samt svona inn á milli.
Margar af þessum bókum las ég aftur og aftur. Eitthvað af þeim var til heima hjá mér en svo var líka bókasafn út á Hofsvallagötu sem ég fór á og tók mér bækur. Það var voðalega lítið og krúttlegt, í svona einni stofu í íbúðarhúsi. Afskaplega heimilislegt.
Ég byrjaði snemma að lesa og las hratt. Á einum sunnudegi þá gat ég lesið alveg heila Ævintýrabók. Og ef mér leiddist þá bara las ég. Enda fáar bækur sem ég las ekki sem barn og unglingur.

Sólon Birkir hefur verið að lesa Ævintýrabækurnar og eitthvað af Fimm bókunum í skólanum og svo lásum við saman nokkrar Leynifélagsbækur. Hann datt aldrei inn í Dularfullu bækurnar. Þegar ég var að reyna að lesa þær fyrir hann þá var Harry Potter kominn til sögunnar og hann var víst meira spennandi en einhverjir krakkar að stríða feitri löggu. :)

Ég er annars í fýlu, komin með hálsbólgu og er sjúklega slöpp. Ég verð svo leiðinleg og skapvond þegar ég er kvefuð að það hálfa væri nóg. Ég eiginlega vorkenni fólkinu í kringum mig....
Ég hef sko engann tíma fyrir eitthvað svona bull núna, er á milljón að reyna að klára verkefni og má ekkert við einhverjum veikindum. Þannig að ef einhver kann eitthvað töfraráð við hálsbólgu og skít þá má hann endilega láta mig vita.

1 comment:

Anonymous said...

Ég elskaði ævintýrabækurnar og fimm bækurnar líka, svo datt ég í Beverly Gray og Nancy líka. Svo var nottulega my all time favorite Ísfólkið en það er e-h sem ég get lesið aftur og aftur og aftur

Skemmtilegt blogg hjá þér elskan.