Wednesday, October 31, 2007

Blogg, blogg, blogg

Nú er maður farin að blogga samvkæmt fyrirmælum :)
Eitt af verkefnum í internettíma var að stofna bloggsíðu og blogga. Þar sem ég nenni ekki að blogga um mitt daglega líf þá ákvað ég að blogga um bækur, nánar tiltekið barnabækur.

Ég er búin að vera að rifja upp bækurnar sem ég las þegar ég var krakki en þar sem ég las alveg gríðarlega mikið magn af bókum þá man ég ekkert eftir þeim öllum. Mér fannst þess vegna tilvalið að nota þennan vetvang til að skrifa niður það sem ég man, þegar ég man það.

Ein af mínum uppáhalds bókum var bók sem er nú ekki venjuleg sögubók og hún heitir Hvers vegna, Hvenær, Hvernig, Hvar. Þetta er fræðibók með teikningum um tækni og vísindi fyrir krakka. Ég las hana spjaldanna á milli og gat alltaf skoðað hana. Ég meira að segja tók hana með mér í skólann einhverntímann til að gera úr henni ritgerð.
Ég á þessa bók ennþá og hef verið að sýna Sóloni hana en hann hefur ekki jafn mikinn áhuga á fræðslubókum og ég hafði. Ég hef aftur á móti ennþá jafn gaman af henni :) Þetta er svona ein af þeim bókum sem mér þykir ofsalega vænt um.

Ég er ennþá algjör "sökker" fyrir svona fræðibókum um hin ýmsu málefni. Á ótrúlegt magn af allskonar mannkynssögubókum, fornsögubókum og fleira og fleira. Get endalaust dottið inn í svona bækur.

No comments: