Tuesday, November 6, 2007

Láki

Þegar ég var lítil þá var uppáhalds bókin mín Láki. Munið þið ekki eftir bókinni um Láka litla jarðálf sem fer upp á yfirborðið og stríðir fjölskyldu sem hann sér. Sagan endar auðvitað voða vel og Láki fær að búa hjá fjölskyldunni og breytist í lítinn ljóshærðan strák.
Mamma hefur sagt mér að hún þurfti að lesa þessa bók aftur og aftur. Svo ef hún ætlaði að reyna að sleppa vel og hlaupa yfir blaðsíðu þá var það sko ekki séns. Ég kunni bókina utanaf afturábak og áfram.

Um daginn sá ég svo grein þar sem sýnt var fram á það að Láki væir "rasistabók" alveg eins og tíu litlir negrastrákar þar sem Láki breytist úr krulluðum dökkhærðum álfi í ljóshærðan dreng með rennislétt hár. Ég veit nú ekki um þetta, erum við ekki komin dálítið of langt? En ég ætla þó að lýsa því yfir að þó svo að ég muni eftir þessari bók um negrastrákana þá átti ég hana ekki og man ekki eftir að hafa haft gaman af henni. Og ég mun aldrei kaupa hana.

Sólon Birkir var mjög hrifin af öllum þessu litlu skemmtibókum, Stubbur var þó vinsælli en Láki. Ég var mjög fegin með það því í dag finnst mér Stubbur skemmtilegri :)
En uppáhalds bókin hans úr þessum bókaflokk var samt Kolur fer á leikskóla. Hún var ekki til þegar ég var lítil.

Það verður spennandi að sjá hvaða bók verður í uppáhaldi hjá Sölva Frey (20 mánaða). Hann er mikill bókaormur og dundar sér oft við að skoða bækur. Honum finnst ofsalega notalegt að lesa fyrir svefninn en á ekki ennþá neina uppháldsbók þó hann sæki mikið í dýrabækur.

3 comments:

Þorgerður AKA Toggan said...

Æ það er svo gaman að ala upp litla bókaorma. Nú er Gosi í uppáhaldi, Herra Hnerri og Tommi togvagn. Fyrir örstuttu síðan var það einmitt Kolur fer á leikskóla og Kolur verður stór.
Fátt betra að sitja með krílin í fanginu, narta í lítið eyra og lesa góða bók. :)

Anonymous said...

ég man sko vel eftir honum Láka!! en ekki man ég eftir að hafa átt neina uppáhaldsbók þegar ég var lítil, ég man svosem alveg eftir að það hafi verið lesið fyrir mig fyrir svefninn og svona en ég man samt miklu frekar hvað var uppáhaldslögin mín sem pabbi söng fyrir mig áður en ég fór að sofa! það er kannski vegna þess að mig vantar þetta gen að finnast gaman að lesa og að lesa mér til skemmtunar..ætli þú og Kristján hafið ekki skipt þeim genum á milli ykkar, Katrín hefur kannski fengið einhvern smápart, en ég er alveg laus við það!!

Eva ósk Ármannsdóttir said...

Láki er eimmitt uppáhaldsbók litla snúllans míns. Það eru fordómar í þessari bók þ.e.a.s afhverju þarf Láki að breitast í útliti til þess að verða góður strákur? afhverju má hann ekki líta út eins og hann gerði og vera samt góður strákur? Bara smá pæling.